Við arineld

Við arineld
(Lag / texti: Magnús Eiríksson / Kristján frá Djúpalæk)

Myrkt og kalt var kvöldið það,
er kom ég villt þar að,
sem bæ þú hafðir byggt þér, langt
frá byggð á eyðistað.

Ég var örþreytt, hrygg og hljóð,
en hlý sú mund og góð,
er leiddi mig af ástúð inn,
að arinbjartri glóð.

Þar endurfann ég allt sem höfðu
örlög rænt mér frá.
Þú gafst mér nýrra leiða ljós,
og land að treysta á.

Ljós það lýsir mér
svo langt sem augað sér.
Ég hafði villst um vetrarslóð
en vorið bjó hjá þér.

[m.a. á plötunni Erla Stefánsdóttir – [ep]]