Rauði sarafaninn

Rauði sarafaninn
(Lag / texti: erlent lag / Jón Pálsson)

Hættu góða móðir mín,
hið mjúka lín að falda.
Illa spáir iðjan þín
því önnur sveininn fær.

Gæt að gæfu þinni,
grát ei dóttir kær.
Aðeins einu sinni
æskan við þér hlær.

Kossar kveikja funa,
konur bjóðast menn.
Lát svo dansinn duna
því dimma tekur senn.

Árin færast yfir þig
og einveran er þung.
Bráðum vef ég brúðarlínu
brjóst þín heit og ung.

[m.a. á plötunni Fóstbræður – Fóstbræður og Jónas Ingimundarson]