Margs er að minnast

Margs er að minnast
(Lag / texti: ókunnur höfundur / Theódór Einarsson)

Ég hef kannað marga krókastigu á brattri lífsins leið,
enda löng og mörg að baki tímans ár.
Ég hef krussað bæði og slagað, þó að gatan væri ei greið,
enda gatslitin og löngu fótasár.
Haddería haddera – Haddería haddera,
enda gatslitinn og löngu fótasár.

Það er varla til sú útgerð, sem að á ei verkin mín,
enda alvanur við hvaða djobb sem er.
Allt frá árabátakuggum upp í eimskip sallafín,
allar leiðir voru opnar fyrir mér.
Haddería haddera – Haddería haddera,
allar leiðir voru opnar fyrir mér.

Og ég man þó alltaf vorið hér á kútter Kaifas,
það var kláfur, sem að rosalega hjó.
Það var árið fyrir árið sem ég kynntist Karítas,
og ég keyrði mig í hjónabandsins ró.
Haddería haddera – Haddería haddera,
og ég keyrði mig í hjónabandsins ró.

Síðan fór beint á Sigríði en það hafði ég þráð,
því að þar var einhver mesta aflavon.
Og ég var kokkur þarna á Siggu því ég kunni kokksins ráð,
meðan Kata mín í landi átti son.
Haddería haddera – Haddería haddera,
meðan Kata mín í landi átti son.

Eftir tíu ár á Sigríði þá tók ég pokann minn
og á togara ég sama daginn fór.
Síðan sigldi ég á fullri ferð til Englands gamla inn,
þar sem ástin logar sterk í heitum bjór.
Haddería haddera – Haddería haddera,
þar sem ástin logar sterk í heitum bjór.

Þarna drakk ég mig svo fullan að ég dó á Englandsey,
meðan dallurinn frá Grimsby sigldi burt.
Og ég vaknaði um morguninn hjá enskri aðalsmey.
Nei, að ævintýrum verður ekki spurt.
Haddería haddera – Haddería haddera,
nei, að ævintýrum verður ekki spurt.

Svo ég réði mig á koladall og sigldi suður á Spán,
það var sukk og drall á mínum skútukarl.
Og með einni spanskri hefðarmeyju lifði ég það lán
að verða lautenant og fjögra daga jarl.
Haddería haddera – Haddería haddera,
að verða lautenant og fjögra daga jarl.

Og svo sigldi ég til Íslands eftir átján ára slark,
en hún Kata mín var ekki með neitt rex.
Það hefði mörg í hennar sporum gefið manni sínum spark,
en hún mætti mér svo glöð með króga sex.
Haddería haddera – Haddería haddera,
en hún mætti mér svo glöð með króga sex.

Þó ég hafi ekki litið hana fyrr í átján ár,
var mér ómögulegt að vera með neitt rex.
En mikið fjandi má ég vera í öllu fantalega klár,
að geta fírað henni í einu króga sex.
Haddería haddera – Haddería haddera,
að geta fírað henni í einu króga sex.

[engar plötuupplýsingar]