Mansöngur

Mansöngur
(Lag / texti: Schubert / Helgi Valtýsson)

Út í næturhúmið hljóða
hvísla ég til þín:
niður í lundsins kyrru hvelfing
kom þú, ástin mín.

Hjúpar döggva, mjúka moldu
mánans silfurlín.
Ljóð mitt beinir veikum vængjum
vina, upp til þín.

Þylur milt við engi og akra
undurléttur blær.
Næturgalinn hörpu hreyfir,
himintóna slær.

Fyrir mig hann biður, biður
barmsins djúpi frá,
kennir hugans hljóðu vonir,
hjartans ástarþrá.

Heyrirðu ekki hjartaslögin
hrópa upp til þín?
Titrandi ég krýp og kalla:
Kom þú ástin mín!

[óútgefið]