Bréf til Báru
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)
Umslagi með frímerki stimpluðu á Stokkseyri
var tyllt með glæru límbandi við bakdyrnar
á hvítmáluðu steinhúsi austarlega í borginni,
hún sá það er hún kom heim – úr búðinni.
Þau kynntust fyrst í Þórskaffi, hún hafði tapað buddunni,
hann bauð henni‘ upp á Campari, nóg af því.
Þau eyddu saman nóttinni í íbúð inni‘ í Kleppsholti,
hann sagðist vera í löggunni, hún hló að því.
Í hátimbraðri þynnkunni skruppu þau á Þingvelli,
elskuðust á Lögbergi, í búðinni.
Sóló
Svo fór hann harður frá‘enni í tækifæriskápunni,
frétti af henni á deildinni, en kom ekki.
Sóló
Assa lauk upp hurðinni með gollurhúsið bankandi,
kveikti‘ún ljós í stofunni, hálfdimmri,
tók gleraugun úr töskunni og leitaði í skúffunni
að grísaveislumyndinni rifinni og tók upp bréfið.
[af plötunni Stuðmenn – Grái fiðringurinn]