Hringur og bítlagæslumennirnir

Hringur og bítlagæslumennirnir
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Jakob F. Magnússon og Valgeir Guðjónsson)

Hringur við hvern sinn fingur
leikur og syngur af lífi og sál.
Hann olli töluverðum hrolli,
lifrar í polli hann tendraði bál.

Hann lamdi þétt á lúðvíkinn
ófáan með armbauginn,
hann söng um gula kafbátinn
með aðstoð vina sinna.

Kelli hann hitti í helli
einum, í hvelli hún játaðistmér.
Svo leið tíminn, þá hringdi síminn,
karlmannsrödd kímin sagði deili á sér.

Þau hjónin fóru í helgarferð
með Sverri Þóroddssyni,
Agli, Gunna og Jónasi (R),
bítlagæslumönnum.

Sóló

Hringur við hvern sinn fingur
leikur og syngur, af í bransanum ber.
Hringur við hvern sinn fingur
á hrossinu syngur innra með sér.

[m.a. á plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]