Þeir eru að hala

Þeir eru að hala
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)

Ef vestrið héti Vestfirðir
væri‘ allt öðruvísi þar,
Hannes uppi‘ á hestbaki
handfjatlandi byssurnar – byssurnar,
byssurnar – byssurnar.

Hann hleypir gegnum Hesteyri
og heldri konur bak við tjöld
mæna´ á manninn agndofa
og mála augun fram á kvöld.
Fram á kvöld.

Þeir eru‘ að hala lengst úti‘ á Hala,
þeir eru‘ að smala lengst inn til dala.

Og næsta dag í næturstað
nær hann suður‘ í Kaldalón,
hvílir sig og kveikir eld
með kaffilús og hafragrjón.
Hafragrjón,
með hafragrjón – hafragrjón.

Þeir eru‘ að hala lengst úti‘ á Hala,
þeir eru‘ að smala lengst inn til dala.

Hesturinn í haftinu
Hannes sefur fast og vært,
þrír menn koma‘ á hægri hönd,
hafið andar spegiltært.
Spegiltært,
spegiltært, spegiltært.

Þeir koma‘onum að óvörum,
ekki séns að gera neitt,
Hannes tveir til Hannes þrír
hefði kannski engu breytt
– engu breytt.

Þeir eru‘ að hala lengst úti‘ á Hala,
þeir eru‘ að smala lengst inn til dala.
Þeir eru‘ að hala lengst úti‘ á Hala,
þeir eru‘ að smala lengst inn til dala.

[af plötunni Stuðmenn – Grái fiðringurinn]