Kúrenudjúskastalar

Kúrenudjúskastalar
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)

Ég er hátt uppi‘ og hress,
laus við múður og mess,
ég er í grænmetinu
og stefni‘ að heimsmetinu.
Ég hef þrautseigjuna
og kjarkinn, þolinmæðina.

Heimsmetabókin frá Guinness,
ég skal sko komast í
heimsmetabókina frá Guinness,
þar vil ég sjá mitt nafn.

Ég reisi rúsínuhús
og kreisti‘ úr kúrenum djús,
ég byggi ískastala
úr djúsi kúrennanna.

Stærstu ískastalar í heimi,
kúrenudjúskastalarnir,
stærstu ískastalar í heimi,
kúrrenudjúskastalar.

Hann er með frystihólf á leigu út um allan bæ
(x4) – allan bæ.

Sóló

Hann er með frystihólf á leigu út um allan bæ
(x4)

[af plötunni Stuðmenn – Grái fiðringurinn]