Það jafnast ekkert á við jazz

Það jafnast ekkert á við jazz
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Jakob F. Magnússon og Valgeir Guðjónsson)

Þeir segja‘ að heima sé best.
Ég er sammála því.
Þegar sólin er sest
– næ ég plöturnar í.

Við erum músíkalskt par,
sannkallaðir jazzgeggjarar.
Músíkalskt par,
sannkallaðir jazzgeggjarar.

Við hlustum Ellington á,
smellum fingrum í takt,
af Múla, Goodman og Getz
allt er undirlagt.

Við erum músíkalskt par,
sannkallaðir jazzgeggjarar.
Músíkalskt par,
sannkallaðir jazzgeggjarar.

Hefjum swingið, syngjum jazz,
sveiflan fellur eins og flís við rass,
það jafnast ekkert á við jazz.
Kontrabassi, trommur, brass,
píanó og rámur tenórsax,
það jafnast ekkert á við jazz.

Sóló

Við erum músíkalskt par,
sannkallaðir jazzgeggjarar.
Músíkalskt par,
jazzgeggjarar.

Hefjum swingið, syngjum jazz,
sveiflan fellur eins og flís við rass,
það jafnast ekkert á við jazz.
Kontrabassi, trommur, brass,
píanó og rámur tenórsax,
það jafnast ekkert á við jazz.

Af blúsnum bíboppið spratt
af því er best verður séð,
Svavar vestur sér vatt
og KK skellti sér með.

Þeir voru músíkalskt par,
sannkallaðir jazzgeggjarar,
músíkalskt par, sannkallaðir
jazzgeggjarar, jazzgeggjarar.

Hefjum swingið, syngjum jazz,
sveiflan fellur eins og flís við rass,
það jafnast ekkert á við jazz.
Kontrabassi, trommur, brass,
píanó og rámur tenórsax,
það jafnast ekkert á við jazz.

Hefjum swingið, syngjum jazz,
sveiflan fellur eins og flís við rass,
það jafnast ekkert á við jazz.
 
[m.a. á plötunni Stuðmenn – Grái fiðringurinn]