Ég vildi ég væri

Ég vildi ég væri
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Valgeir Guðjónsson)

Ég vildi‘ ég væri öðruvísi en ég er,
þegar ég er nakinn vil ég vera ber.
Ég vildi‘ að hárið á mér væri öðruvísi litt,
þegar ég fæ þetta vil ég heldur hitt,
aha.

Mér líður alltaf best í breytilegri átt,
einkum þegar barómetið stígur nógu hátt.
Í sólbaði með úrkomu í grenndinni,
veðrið þyrfti‘ að breytast eftir hendinni,
aha.

Á kvöldin lifna okkar maður við,
bregður sér í betri buxurnar og fær sér sviðakjamma,
ekkert liggur á,
jólaserían er ennþá uppi frá í hitteðfyrra.

Sóló

Á kvöldin lifna okkar maður við,
bregður sér í betri buxurnar og fær sér sviðakjamma,
ekkert liggur á,
jólaserían er ennþá uppi frá í hitteðfyrra.

Ég vildi að allt og allir væru hinsegin,
að gatan sem ég bý við væri‘ á hinn veginn.
Þegar ég er saddur vil ég veitingar,
breytingarnar kalla‘ á meiri breytingar,
aha – svo er það.
Þegar ég er saddur vil ég veitingar,
breytingarnar kalla‘ á meiri breytingar,
aha – svo er það.

Á kvöldin lifna okkar maður við,
bregður sér í betri buxurnar og fær sér sviðakjamma,
ekkert liggur á,
jólaserían er ennþá uppi frá í hitteðfyrra.

 [af plötunni Stuðmenn – Í góðu geimi]