Grikkir

Grikkir
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Jakob F. Magnússon)

Grikkir – já hérna koma, koma nokkrir grikkir.
Grikkir – já hérna koma, koma nokkrir grikkir,
leikum Gærubandið grátt,
uss, hafðu‘ ei hátt,
segjum fátt,
leikum Gærur grátt.

Belgir, já hérna koma, koma nokkrir belgir.
Belgir, já hérna koma, koma nokkrir belgir,
gjöldum Gærum rauðan belg
í grábelgsstað,
gerum það,
það er fullkomnað.

Grikkir, já hérna koma nokkrir grikkir.
Grikkir, já hérna koma nokkrir grikkir,
látum Gærur laxera,
á sig gera, fallera,
Gærur laxera.

[af plötunni Með allt á hreinu – úr kvikmynd]