Kóngafólk

Kóngafólk
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Litlu börnin okkar
vilja líkjast prinsessum
og hugrökkum hermönnum
og þetta samþykkjum við.

Verri fyrirmyndir
er varla hægt að finna
ef við ætlum að kenna
þeim að virða og elska
nema
peninga og völd.

Kóngafólk er
í raun og veru
tákn hins illa,
ævintýri eru bara
ævintýri.

Þar sm ekkert er minnst á
innræktaða morðingja
og gráðuga lygara,
vilt þú heyja þeirra stríð?

Kóngafólk er
í raun og veru
tákn hins illa,
ævintýri eru bara
ævintýri

Þurfum við ekki að skoða allt það drasl
sem við innbyrðum inní heilabúið?
Trúum við því til dæmis
að guð hafi gefið kóngafólki rétt til þess
að drottna yfir mönnum, dýrum, eignum
á allri plánetunni?

Hvaða sjúki guð valdi þetta fólk?
Þurfum við ekki að taka upp aðra trú, án bragða?

Hættum að trúa því að við séum fífl.
Þau ráða bara af því að við trúum því,
verum óttalaus
því ótti er þeirra vopn
og kannski einn daginn
verður ekki hægt ljúga meiru að okkur
….nema að við viljum halda áfram að vera hermenn
sem heyja styrjaldir
fyrir pening og völd sem kóngafólkið hirðir.

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]