Lúxus upplifun

Lúxus upplifun
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson og Örn Eldjárn Kristjánsson / Róbert Örn Hjálmtýsson)

Og þið sem haldið að lagið fjalli um spólandi mótorhjól
verðið líklegast fyrir vonbrigðum
því lagið fjallar um
blóm,
ást,
gleði og
sátt.

Já, það er lúxus,
já, það er upplifun.

Og ef að ykkur læðist
slæmar hugmyndir,
hugsiði þá bara um
blóm,
ást,
gleði og
sátt.

Já, það er lúxus,
já, það er upplifun.

Og þið sem viljið að
lagið stoppi strax
segið þá einn, tveir og nú.

[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]