Kreditlistinn

Kreditlistinn
(Lag og texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

HEFUR EINHVER YKKAR LESIÐ
KREDITLISTANN Á EFTIR KVIKMYND
OG SÉÐ HVAÐ MARGIR LÖGÐU HÖND Á PLÓGINN?

HVER VAR TIL DÆMIS LEIKSTJÓRINN?
OG HVER SÁ UM AÐ TAKA UPP HLJÓÐIÐ?
HVER SAMDI TIL DÆMIS ÞETTA LAG?
OG HVER SÖNG?

ÞAÐ HJÁLPAST MARGIR AÐ
AÐ GERA KVIKMYND
EN STUNDUM ÞARF EINHVER
AÐ BJARGA MÁLUNUM.

HVERJIR BYGGÐU LEIKMYNDINA?
HVER FARÐAÐI LEIKARANA?
HVER LÉK AÐAL VONDA KALLINN?

HVERJIR LÉKU AUKAHLUTVERK?
OG HVER HANNAÐI BÚNINGANA?
HVERJIR SÁU UM LJÓSIN?
OG HVER VALDI Í HLUTVERK?

ÞAÐ HJÁLPAST MARGIR AÐ
AÐ GERA KVIKMYND
EN STUNDUM ÞARF EINHVER
AÐ BJARGA MÁLUNUM.

KREDITLISTINN.

ÞAÐ HJÁLPAST MARGIR AÐ
AÐ GERA KVIKMYND
EN STUNDUM ÞARF EINHVER
AÐ BJARGA MÁLUNUM.

HVERJIR SÁU UM AÐ ELDA MATINN,
KEYRA BÍLA OG BERA ALLT DÓTIÐ?
HVER SÁ UM BÓKHALDIÐ OG HVER VAR SKRIFTA?

ÞAÐ HJÁLPAST MARGIR AÐ
AÐ GERA KVIKMYND
EN STUNDUM ÞARF EINHVER
AÐ BJARGA MÁLUNUM.

[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]