Charlie Hákon

Charlie Hákon
(Lag / texti: Steindór Ingi Snorrason / Róbert Örn Hjálmtýsson og Sverrir Þór Sverrisson)

ÉG Á KRÓKÓDÍL
SEM HEITIR CHARLIE HÁKON,
HANN ER BESTI VINUR MINN
OG VIÐ BORÐUM SAMAN NAUTAHAKK
OG SPRELLUM ALLA NÓTTINA
OG BROSUM FRAMAN Í SÓLINA.

BEIBE

ÉG Á LÍKA ÚLFALDA
SEM HEITIR SINDRI SÍMON,
HANN ER STUNDUM ÓHEPPINN
OG HANN HELLIR NIÐUR KÓKÓMALTI
ÞEGAR VIÐ HORFUM Á SJÓNVARPIÐ
OG FRUSSAR YFIR MANNSKAPINN
OG GLOTTIR.

VIÐ ERUM FJÖLSKYLDA.
VIÐ ERUM FRÁBÆR.
VIÐ SÝNUM HVERT ÖÐRU TILLIT.

ÉG Á LÍKA KENGÚRU
SEM ÞYKIST HEITA SÆRÚN.
HÚN HEITIR REYNDAR BORGHILDUR
OG HÚN LYKTAR EINS OG DVERGHAMSTUR
OG DANSAR EINS OG MÚLASNI
OG HAGAR SÉR EINS OG ÁNAMAÐKUR.

BEIBE

VIÐ BÚUM ÖLL Í KJALLARA
Í ÁTJÁN HÆÐA HÚSI
OG CHARLIE BORGAR LEIGUNA
OG SINDRI SÉR UM INNKAUPIN
OG SÆRÚN SVÆFIR AFKVÆMIN
EN ÉG ÞRÍF ALLTAF KLÓSETTIÐ
OG BÍLINN.

VIÐ ERUM FJÖLSKYLDA.
VIÐ ERUM ÓLÍK.
VIÐ TREYSTUM ÖLL HVERT Á ANNAÐ.
VIÐ ERUM FJÖLSKYLDA.
VIÐ ERUM VINIR.
VIÐ SÝNUM HVERT ÖÐRU TILLIT.
ALLTAF.

CHARLIE HÁKON ER FÓSTURSONUR SINDRA.
SINDRI SÍMON ER MÁGUR MINN OG CHARLIES
OG UPPELDISBRÓÐIR BORGHILDAR
OG SJÚBBÍDÚBBÍ RABBABARA.

BEIBE

VIÐ ERUM FJÖLSKYLDA.
VIÐ ERUM ÓLÍK.
VIÐ TREYSTUM ÖLL HVERT Á ANNAÐ.
VIÐ ERUM FJÖLSKYLDA.
VIÐ ERUM VINIR.
VIÐ SÝNUM HVERT ÖÐRU TILLIT.
ALLTAF.

[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]