Við tveir

Við tveir
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Lítill strákur kallar á pabba sinn.
Blómin vaka á velli grænum,
heiður er himinninn.

Lítill strákur býður faðminn sinn.
Hlátur hjartað bræðir
og litli lófinn þinn.

Hér liggjum við tveir og trúum því
að guð sé góður og ljúfur.
Tyggjum strá, horfum hátt
til himins pabba stúfur.

Þarna krunkar krummi á börnin sín.
Krummi hann er fuglinn okkar
á vænginn sólin skín.

Lítill strákur fann þar sem hann grær
fjögra blaða smára,
augun hrein og tær.

Hér liggjum við tveir og trúum því
að guð sé góður og ljúfur.
Tyggjum strá, horfum hátt
til himins pabba stúfur.

[af plötunni Bubbi Morthens – Sól að morgni]