Hún sefur

Hún sefur
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Sumarsins stjarna sólin bjarta,
sjáður hér hvílirstúlkan mín.
Byrgðu gullna geisla þín,
gáðu að hvert ljós þtt skín.
Því hún sefur,
stúlkan mín hún sefur.

Sumarmáni með sorg í hjarta
sefur bak við blámans tjöld.
Hann er að dreyma dimmar nætur,
dimmar nætur og veður köld
meðan ég vaki
við hlið hennar og vaki.

Sumarsins vindar varlega blásið
svo vakni ekki rósin mín.
Hljóðlega farið um fjöll og dali,
friður frá hennar ásjónu skín
því hún sefur,
stúlkan mín hún sefur.

[af plötunni Bubbi Morthens – Sól að morgni]