Klettur í hafi

Klettur í hafi
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Sólin er þín systir,
sjálf ertu geislinn
sem fyllir mig birtu
og undarlegri þrá.
Dagar verða ljósir,
ljúft ilma rósir.
Augu þín eins
og vorið himinblá.

Klettur í hafi ávallt sönn.
Klettur í hafi ávallt sönn.

Nóttin er þín móðir,
sjálf ertu stjarnan.
Ávallt gleður augað.
Þú ert ástin mín.
Horfa á þig sofa.
Herrann ég lofa.
Af hamingju sólin
á mig skín.

Klettur í hafi ávallt sönn.
Klettur í hafi ávallt sönn.

Kertaljósin loga,
krossgátukona.
Fjallir okkar sefur,
allt er orðið hljótt.
Við horfum yfir salinn,
húmbláan dalinn,
silungar vaka
miðsumarnótt.

Klettur í hafi ávallt sönn.
Klettur í hafi ávallt sönn.

[af plötunni Bubbi Morthens – Sól að morgni]