Hjálp

Hjálp
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Offituvandamál í sálinni minni,
hvernig er hægt að megra sig?

Ruslatunnan í heilanum er alveg full,
hvernig er hægt að losa hana?

Hjálp!

Hvernig gerir maður „empty trash“?
Er ekki til lausn?

Hjálp!

Ég hef byggt
fangelsi í kringum mig,
ég þarf hjálp
við það brjótast út úr því.

Engin lyf eru til að bjarga stöðunni,
ég hef reynt það of oft.
Andlegt mein
hlýtur bara að hafa andlega lausn.
Er eitthvað vit í því?

Hjálp!

Ég hef byggt
fangelsi í kringum mig,
ég þarf hjálp
við það brjótast út úr því,
hvernig losna ég úr fangelsi
huga míns,
ég þarf hjálp
við það að brjótast út úr því.

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]