Sauðkindur

Sauðkindur
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Hvað eiga stjórnmálamenn,
leikarar og fréttamenn
sameiginlegt
fyrir utan það að leika hlutverk?
Handritin eru ekki gerð
til að segja okkur satt,
sannleikurinn er víst ekki
góður fyrir bissness.

Við erum öll sauðkindur
sem kjósa forystusauði.

Lýðræði er fallegt orð
sem að þýðir ekki neitt
í 3000 ár hefur þetta konsept
ekki virkað,
peningar og konungar,
elítur og Vatíkan
ráða því og skilgreina
hvað orðið frelsi þýðir

Við erum öll sauðkindur
sem kjósa forystusauði,
já, hverjir eiga grasið?
Já, hverjir eiga fjárhúsin?

Við?

Hvað þýðir orðið sannleikur?
Hvað þýðir orðið lýðræði?
Hvað þýðir orðið frelsi?
Hvað þýðir orði ást?

Við erum öll sauðkindur
sem kjósa forystusauði,
já, hverjir eiga grasið?
Já, hverjir eiga fjárhúsin?

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]