Rís þú unga Íslands merki

Rís þú, unga Íslands merki
(Lag / texti: Sigfús Einarsson / Einar Benediktsson)

Rís þú, unga Íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu‘ í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú, Íslands stóri, sterki
stofn með nýjan frægðardag.

Hvort skal nokkur banna og bjóða
börnum frjálsum þessa lands
og til vorra ættarslóða
augum líta ræningjans?
Fylkjum oss í flokki þjóða.
Fram að lögum guðs og manns.

Skín þú fáni, eynni yfir
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangarmarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn lifir,
litir þínir alla tíð.

[einnig er til lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson við sama ljóð]
[m.a. á plötunni Maíkórinn – Við erum fólkið