Hið liðna geymir lík af þér

Hið liðna geymir lík af þér
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Hjá fornu, horfnu húsi geng ég einn
og hugsa um fólkið sem þar bjó.
Þar uppá lofti lék sér ungur sveinn
og lærði að spila á píanó.

Sem ylur annars loga
er allt sem fyrrum brann.
Ég lít í spegil hins liðna
og lít þar annan mann.
Við fæðumst aftur og aftur
í þessu lífi hér.
Hið liðna geymir lík af þér.

Við gamalt hús, sem gestur, stend ég einn.
Ég greini í fjarska píanó.
Hjá ókunnu húsi, öldnu, stendur sveinn,
sem eitt sinn lifði þar og dó.

Sem ylur annars loga
er allt sem fyrrum brann.
Ég lít í spegil hins liðna
og lít þar annan mann.
Við fæðumst aftur og aftur
í þessu lífi hér.
Hið liðna geymir lík af þér.
Hið liðna geymir lík af mér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormsker guðspjöll]