Sannleikurinn um sannleikann

Sannleikurinn um sannleikann
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Einn ég sit og hugsa um heilann
og hvar ég muni lenda.
Ég sveitist við að hugsa með heila
heila hugsun til enda:
Við erum með samtímasamvisku.
Heimurinn býr í höfðinu.
Sannleikanum, tilverutúlkun
mun tíminn í ruslið henda.

Vort siðferðismat, vor háfleyga heimsmynd
er hænsn sem til jarðar hrapar.
Heimskan ein helst óbreytt um framtíð.
Allt sínu gildi tapar.
Sannleikurinn er ósannur,
ósannindi‘ eru sannleikur.
Satt að morgni er ósatt um aftan.
Allt mannsins hugur skapar.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]