Þankaganga um troðninga alþýðuheimspekinnar
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Að trúa á gildi góðleikans,
hið göfuga í sál hvers manns.
Ég gubba á þess lags tuggufans,
glundur almúgans.
Að baula rammfalskt bræðralag
um bjartan, fagran morgundag,
Að bæta þurfi margra hag
eftir behag.
Að elska sjóðheitt sérhvern mann,
þó sér í lagi kærleikann,
já hann.
Ó, sólin, trúin á sínum stað,
ó, sálin, hjartað,
blómin og allt það.
Að rétta öðrum hjálparhönd,
helst þeim á fjarlægari strönd,
að láta ekki önnur lönd
leið og lönd.
Að klifa á gildi kærleikans,
að kalla allt vilja skaparans.
Ég hræki á tuggur heimskingjans
og hans.
Að elska sólheitt sérhvern mann,
þó sér í lagi kærleikann,
já hann.
Ó, sólin, trúin á sínum stað,
ó, sálin, hjartað,
blómin og allt það.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormsker guðspjöll]