Áramót

Áramót
(Lag og texti: Snæbjörn Ragnarsson)

Tíminn virðist orðinn eitthvað truflaður á köflum,
teygður út og suður, þetta virkar frekar undarlega.
Stjórnað eins og leikbrúðu af ókunnum öflum
og árið verður heljarlangt, það sér víst ekki fyrir endann á.

Það eru varla nokkrir sem að eftir þessu sækjast,
ætli það sé mögulegt að lenda þessu farsællega?
Hellingur af mánuðum sem fyrir bara flækjast
og furðulegt að vikurnar þær eru líka lengri nú en þá.

Áramót, já þannig fór með það!
Þorrablót kemur ei til greina.

Jólafrí, já það er farið eða hvað?
Fyrirkvíðanlegt vil ég meina.

Komin er nú heljarmikil skemmd í tímans tennur
og tikktakkið í klukkunum það hljómar eitthvað furðulega.
Engin jólasteik og engar áramótabrennur
og afmælið þitt kemur aldrei aftur, þú skalt bíða bara og sjá.

Áramót, já þannig fór með það!
Þorrablót kemur ei til greina.

Jólafrí, já það er farið eða hvað?
Fyrirkvíðanlegt vil ég meina.

[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]