Innilokuð

Innilokuð
(Lag og texti: Snæbjörn Ragnarsson)

Hér sitjum við í myrkrinu og mér er orðið kalt
og máttarvöldin virðast hafa snúið við mér baki.
Nú verðum við að gera eitthvað sniðugt bæði og snjallt
og snúa okkur úr klípunni á einu andartaki
og komast héðan út
því enginn á það skilið að vera innilokaður.
Þó allt nú virðist komið í kyrfilegan hnút
þá kemur brátt að því að við komumst héðan út.

Ég vil samt ekki trúa því að veröldin sé ljót
þótt vissulega útlitið sé ekki með því besta.
Þótt við séum saman hér er það samt lítil bót,
þandar eru taugarnar og sálin við að bresta.

Og hvernig kemst ég út?

Hér sitjum við í myrkrinu og mér er orðið kalt
og máttarvöldin virðast hafa snúið við mér baki.
Nú verðum við að gera eitthvað sniðugt bæði og snjallt
og snúa okkur úr klípunni á einu andartaki.

Og hvernig kemst ég út?

Enginn á það skilið að vera innilokaður
þó allt nú virðist komið í kyrfilegan hnút
þá kemur brátt að því að við komumst héðan út.
 
[af plötunni Snæfríður og Stígur – Undarlegt hús: Tónlist úr Stundinni okkar 2006 – 2007]