Hæ, meiri söng og meira yndi

Hæ, meiri söng og meira yndi
(Lag / texti: erlent lag / Tryggvi Þorsteinsson)

viðlag
Hæ meiri söng og meira yndi,
meira táp og meira fjör.
Meira störf með ljúfu lyndi,
meira líf og oftar hlýlegt bros á vör.
Stöndum öll und einu merki,
stuðlum öll að einu verki,
þá rís landsins stóri sterki,
stofn með nýjum glæsibrag.

Vinnum því Íslandi allt er við megum
og eflum þjóðarhag,
færum því dýrustu fórn er við eigum
að fótum sérhvern dag.
Vinnum því Íslandi allt er við megum
og eflum þjóðarhag.
Við skátar hér,
þið skáta þar,
við skátar alls staðar.

viðlag

[m.a. á plötunni Varðeldakórinn – Skátasöngvar]