Þroskasaga unglings í Garðabæ

Þroskasaga unglings í Garðabæ
(Lag og texti: Böðvar Guðmundsson)

Úr glugga í Garðabænum
ég göngun forðum sá,
frá Kanabeisnum í Keflavík
hún kom – og gekk þar hjá.
Ég horfði á hópinn lengi,
á húfur og föt og skó,
uns feiknareiður faðir minn
loks fyrir gluggann dró
en það lokar enginn úti
sem augað markvert sér
og sest um kyrrt í sálinni.
Og sú varð raunin hér.

Svo æpti minn faðir æfur:
Það ætti að skjóta þann
sem haltrar um veginn heilan dag
til að hæða verndarann.
Þá mælti það ok mín móðir
at mér skyldi kaupa senn
til hreystiverka hænuegg
að henda í göngumenn.
Já með hænuegg í höndum
ég að heiman sendur var,
ég þruma skyldi í þorparann s
em þjóðarfánann bar.

En fallvalt er föðurvaldið
og flest getur svo sem skeð,
í stað þess að grýta í göngufólkið
gekk ég sjálfur með.
Æ, segið nú móður minni
svo muni hún orðin slík,
það á ekki að grýta í göngufólk
sem gengur frá Keflavík,
það framsóknarlið sem þorir
og fylkingarliðið gott
í kommúnista og krataslóð
sem krefja herinn brott.

[m.a. á plötunni Baráttusöngvar fyrir friði og þjóðfrelsi]