Þyrnirós

Þyrnirós
(Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson)

Þyrnirós vantar sitt valium
og af vonleysi fyllist
hún pirringinn lagar með pillunum,
bara prinsinn ekki villist.
Limgerðið þétt,
þyrnunum sett
aldrei nær háhýsinu upp fyrir þak.

Þyrnirós tekur út sveitastyrk sinn
eftir samfélagsráðum
svo bakar hún köku og kaupir inn,
prinsinn kemur máske bráðum.
Limgerðið þétt,
þyrnunum sett
aldrei nær háhýsinu upp fyrir þak.

Þyrnirós röltir um hallarhlöð
alltaf hugsar hún um vin sinn
og gáir á nálæga stoppistöð,
hvaða strætó tekur prinsinn?
Limgerðið þétt,
þyrnunum sett
aldrei nær háhýsinu upp fyrir þak.

Þyrnirós drekkur úr fullum fleyg
og hún fellur sljó um bekki.
Að hún er að pipra og pínd af geig,
skilur prinsinn víst ekki.
Limgerðið þétt,
þyrnunum sett
aldrei nær háhýsinu upp fyrir þak.

Þyrnirós svefntöflur svelgir inn
þótt hún svefn fái lítinn.
Hún pínist og grætur í púðann sinn,
þessi prins – hann er skrítinn.
Limgerðið þétt,
þyrnunum sett
aldrei nær háhýsinu upp fyrir þak.

[af plötunni Áfram stelpur – úr leikriti]