Krómkallar

Krómkallar
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Pétur Gunnarsson)
 
Skuldakóngar óseðjandi
skuldasúpu háma í sig
og lesa Lögbirtingablaðið.
Hvert mannsbarn skuldar heila milljón,
hvert mannsbarn skuldar heila milljón
af krómköllum.

Græddur er geymdur eyrir
gamalmenni trúa því
og börn með tóma sparibyssur
þau skulda líka heila milljón,
hvert mannsbarn skuldar heila milljón
af krómköllum.

Við áttum heima í átta hæða blokk
og einblíndum á vinning í happdrættinu,
í Hagkaup mamma hálfan daginn vann,
um helgar bæði naglhreinsuðu í húsinu.
Fyrst kemur spýta og svo kemur spýta
og svo kemur spýta í kross,
þótt guð hjálpi þeim sem að hjálpa sér sjálfir
var húsið samt selt onaf oss.

Skuldakóngar óseðjandi
skuldasúpu slafra í sig
og lesa Lögbirtingablaðið.
Hvert mannsbarn skuldar heila milljón
hvert mannsbarn skuldar heila milljón
af krómköllum.

Verðbólgan hún étur börnin sín,
verðbólgan hún étur litlu börnin sín.
Verðbólgan hún étur börnin sín,
verðbólgan hún étur litlu börnin sín.
 
[af plötunni Hrekkjusvín – Lög unga fólksins]