Góða nótt [6]

Góða nótt
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Árilíus Níelsson)

Miðnætursólin nú signi þig blítt.
Sveipi þig draumguðsins hönd.
Vorblærinn letri þér ljúft og hlýtt
ljóð mín frá kveðju strönd.

Hvíslandi þytur frá vorkvöldsins
væng vaggi þér mjúklega‘ og rótt.
Brosandi englar frá sólguðsins
sæng svæfi þig. Góða nótt.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]