Mömmuljúf

Mömmuljúf
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jakobína Sigurðardóttir)

Rökkrið ræður óði.
Raula ég í hljóði
brot úr lagi‘ og ljóði,
lítinn kvæðisstúf,
– litla mömmuljúf.
Allt mitt gull og gróði,
geisli‘ úr lífsins sjóði,
ertu yndisljúf.
Litla mömmuljúf.

Líði nóttin langa!
Löng er rökkurganga.
Fátt er yndisfanga.
Flyt ég kvæðisstúf
litlu mömmuljúf.
Ótal rósir anga
er þinn silkivanga,
strýkur hönd mín hrjúf,
litla mömmuljúf.

Senn mun sólin bræða
svell og hrjóstrin klæða.
Vor og vonir græða,
vetrarmeinin hrjúf,
litla mömmuljúf.
Meðan þrautir mæða,
meðan stormar næða,
kveð ég kvæðisstúf
litlu mömmuljúf.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]