Árbæjarfoss
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Guðmundur Guðmundsson)
Mig langar oft, er ársól fögur skín,
að ennþá mætti‘ ég heyra ljóðin þín
og kæri foss minn, sæll þar svala mér,
er sat ég forðum hugfanginn af þér.
Og heyra blíða ljúflingslagið þitt,
það ljóð er nam í æsku hjartað mitt,
og liggja þar og laugast úðanum
í litla fagurgræna hvamminum.
Ég hugsa í fjarlægð, fossinn minn, til þín,
mér finnst svo oft, er daprast gleðin mín,
að hjá þér sitji‘ ég, heyri sönginn þinn,
þá huggast ég við gamla niðinn þinn.
[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]