Í brekkunum heima

Í brekkunum heima
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngdal)

Í brekkunum heima, við bjallanna skjól,
er bernskunnar ljómaði dagur
og faðminn ég breiddi mót síungri sól,
þá sýndist mér heimurinn fagur,
því æskan og sakleysið átti þar lund
með útsprungnar rósir, um vorhlýja stund.

Og verði þér reikað til haganna heim
– um hlíðarnar mínar og lundinn –
þá heilsa með bróðurhug berlendum þeim,
og best er að eigir þú fundinn
ef felst þar í sinunni fölvalaus rós –
í frostunum ylur, í rökkrunum ljós.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]