Þegar lyngið grær
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jakobína Sigurðardóttir)
Þegar lyngið grær og í björkum þýtur blær,
þegar blána af vori strönd og sund,
þegar daggperlan skær móti dagsins geislum hlær,
þegar draumur lífsins rætist um stund,
berst með litlu ljóði löngun mín til þín,
yfir fjöllin há yfr hamraflugin blá,
heim í gróðurlöndin óskalönd mín.
Hvert döggvað strá sem mót degi lyftir brá
og hver draumur sem kyssir augu þín.
Hver sóley smá og hver lnd sem líður hjá
og hvert lyngblóm sem við fætur þér skín,
hvíslar litla ljóðið ljúft í eyra þér.
Og hver geisli smár sem þér leikur blítt við brár,
er bros í gegnum tárin frá mér.
[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]