Minning [4]

Minning [4]
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Sigurjón Sigurðsson)

Ég átti‘ í næði eina þögla stund
sem er mér helg í minningunni‘ um þig.
Ég þráði eitt að fljúga á þinn fund,
og fá þig enn að leiða‘ og styðja mig.

Ég felldi tár á föld og lítið blað
en fann ei mátt að skrifa neitt á það,
ég sá ei glöggt því sjónhring fylltu ský
og sigra ei neitt uns finn ég þig á ný.

Mín trúa vina til þín hugur flýr
en tötrum búinn feta‘ ég skuggaleið
en brátt úr austri brosir dagur nýr,
þar bíður okkar framtíð löng og breið.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]