Góða nótt

Góða nótt
(Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ))

Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýjasundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.

Góða nótt – góða nótt.

Gamanið líður fljótt.
Brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.

Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla lækjarnið.

Allt er hljótt – allt er hljótt,
ástin mín – góða nótt.

Góða nótt – góða nótt.
Góða nótt – góða nótt.

[m.a. á plötunni Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar – Fjórtán lög frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson]