Óli rokkari

Óli rokkari
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Áður var svo friðsælt í sveit,
engan stað á jörðu ég veit
yndislegri henni um vor,
aldrei dó þar nokkur úr hor.
Húfu bar þar hreppstjórinn
og hristi pontu oddvitinn
með búfé á beit.

Uppi í dalnum bjó hann Óli,
undir brattri hlíð í skjóli,
átti börnin níu og frú,
áttatíu kindur og kú.
Lifði af því sem landið gaf
og flestar nætur fast hann svaf
sem frúin hans veit.

Óli fór á ball í bæinn,
borgina sem er við sæinn,
kvaddi með sér kerlu sína,
kvíðafull var hún Stína.
Óli vildi ekki stansa,
Óli vildi bæði dansa
rúmbu og rokk.

Og eftir þetta rokka alla tíð,
Óli gamli og Stína, ár og síð.
Krakkarnir og kýrnar kunna rokk,
kátur galar haninn alltaf rokk.
Hreppstjórinn er húfulaus,
og oddvitinn er ekki laus
við rúmbu og rokk.

[m.a. á plötunni Óðinn Valdimarsson – Blátt oní blátt]