Bara við tvö

Bara við tvö
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Dásamlegt er að vera hér,
enginn um skóginn fer.
Bara við tvö – bara við tvö.
Þrösturinn syngur söng á grein,
söng sem við eigum ein.
Bara við tvö.

Burtu úr gleði og glaumi
við göngum í draumi
og erum ein – alein.

[m.a. á plötunni Hljómar – Gullnar glæður]