Vorvísur

Vorvísur
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Páll Ólafsson)

Sólin gleður grund og hól,
græðir vetrarsárin.
Lætur þó hin sama sól
svellir fella tárin.

Jaka lætur Jökulsá,
jafnt á löndin flóa.
Hlíðin orðin auð að sjá
er og fer að gróa.

Dýrðin öllum dögunum
drottni lóan kveður.
Hjarðirnar í högunum,
hlýja veðrið gleður.

Sér á fjalla blárri brún,
bjartir fossar hrósa.
Sóley kemur senn í tún,
silungur í ósa.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]