Kvöldkyrrð

Kvöldkyrrð
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Kjartan Ólafsson)

Það er kvöld yfir byggðum og blómin sofa,
í blænum er ilmur og vor.
Um stíginn ég geng hjá steinum úr kofa,
á strönd þar við minninga spor.
Hér leit ég þig fyrst, það var sumar á sænum
og söngur á vogum og grein.
Þú stóðst þarna Sólveig hjá blómskrýdda bænum
og brostir svo fögur og hrein.

Mér hlýnar við blæinn frá sóllundum sendur,
hér sveipar mig minningin hljóð.
Með æskunnar töfrum við tókumst í hendur,
í túni bærinn þinn stóð.
Og lindin með hljómspil við kvöldfugla kvakið,
í kyrrðinni braut sína rann,
og saklausa blómið í sál okkar vakið
hið sælasta augnablik fann.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]