Bárður

Bárður
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson og Steindór Ingi Snorrason / Sverrir Þór Sverrisson)

ÉG HEITI BÁRÐUR
OG BÝ HJÁ MÖMMU OG PABBA.
Á HVERJU KVÖLDI
ÉG FER MEÐ ÞEIM ÚT AÐ LABBA.

VIÐ LÖBBUM Í HRINGI
OG HÖLDUMST Í HENDUR,
ÉG VEIT BARA EKKI
HVERNIG Á ÞVÍ STENDUR.

ÉG ÁTTI EITT SINN VIN,
JÁ, HANN HÉT ANDRI
EN HANN VAR REYNDAR ÍMYNDUN,
SAMT LENTUM VIÐ OFT Í KLANDRI.

VIÐ STÁLUM RABBABARA
AF ÞVÍ BARA
OG LÆDDUMST INNÍ STRÆTÓA
TIL ÞESS AÐ SPARA.

ÉG BÝ MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG.

ÉG BÝ MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG.

ÉG HEITI BÁRÐUR
OG VINN SEM KLÓSETTVÖRÐUR
EN EIGANDINN ER STÓRSKRÝTINN
OG KALLAR MIG ALLTAF HÖRÐUR.

EN STUNDUM GLEYMIR FÓLK
AÐ STURTA NIÐUR
EN ÉG ER ÞEIRRAR SKOÐUNAR
AÐ ÞAÐ SÉ MIÐUR.

ÉG VINN MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÉG VINN HJÁ SKRÝTNU FÓLKI.
ÉG VINN MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG.

ÉG VINN MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÉG VINN HJÁ SKRÝTNU FÓLKI.
ÉG VINN MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG.

ÉG HEITI BÁRÐUR
OG SPILA BRIDDS Á KVÖLDIN
EN TÖLVURNAR OG ALLT ÞAÐ DRASL
HAFA TEKIÐ VÖLDIN.

ÞVÍ SPILA ÉG VIÐ SJÁLFAN MIG
EINS OG API
ÞVÍ HRAÐI SAMFÉLAGSINS
ER EKKI MÉR AÐ SKAPI.

ÉG BÝ MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG.

ÉG BÝ MEÐ SKRÍTNU FÓLKI.
ÉG BÝ MEÐ SKRÝTNU FÓLKI.
OG LÍFIÐ ER SVO SKRÍTIÐ.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG.

[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]