Elsku besti vinur minn
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)
ÉG LOFAÐI AÐ HRINGJA,
SENDA ÞÉR PÓSTKORT OG HEIMSÆKJA ÞIG.
ÉG FANN UPP Á ÞÚSUND AFSÖKUNUM
TIL AÐ FRESTA ÞVÍ,
REYNDI Á DAGINN
OG ÉG REYNDI Á NÓTTUNNI LÍKA.
ÉG LEITAÐI AÐ KJARKI
TIL ÞESS AÐ KOMAST Í SAMBAND VIÐ ÞIG.
ELSKU BESTI VINUR MINN.
NÚNA ER ÞETTA ORÐIÐ ALLTOF SEINT.
ÉG REYNDI AÐ SKÆPA,
SENDA ÞÉR RAFPÓST OG BÆTA ÞÉR VIÐ.
Í TVÖ ÞÚSUND SKIPTI
TÓKST MÉR AÐ KLÚÐRA ÞVÍ OG SVÍKJA ÞIG.
REYNDI Á DAGINN
OG ÉG REYNDI Á NÓTTUNNI LÍKA.
ÉG VONAÐI AÐ VIÐ NÆÐUM SAMAN
ÞVÍ ÉG SAKNAÐI ÞÍN.
ELSKU BESTI VINUR MINN.
NÚNA ER ÞETTA ORÐIÐ ALLTOF SEINT.
NÚNA ER ÞETTA ORÐIÐ ALLTOF SEINT.
[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]