Í Vatnahlíð

Í Vatnahlíð
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jakobína Sigurðardóttir)

Hefur þú verið í Vatnahlíð?
Í Vatnahlið, þar sem björkin grær,
sígræna björkin og sunnanblær
syngur í laufi. Í Vatnahlíð.

Hefur þú reikað um rjóðrin græn,
rjóðrin græn í Vatnahlíð?
Heyrt hvernig syngja á sumartíð
svalandi lindir við rjóðrin græn?

Við skulum finnast í Vatnahlíð.
Vinanna bíða rjóðrin græn,
vina sem reika um rjóðrin græn
með raulandi lindum í Vatnahlíð.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]