Skógardísin

Skógardísin
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngholt)

Ég ligg undir laufgrænum krónum
í lundinum skógardís hjá,
og lék mér að ljúfustu tónum,
sem lágróma harpan mín á.

Hún sýnir mér sólroðnar brautir,
er sveigjast um ónumin lönd.
Hún leggur mér líkn fyrir þrautir
og leysir af sál minni bönd.

Hún segir mér söngfugla kliðinn
er suðar fram lækurinn tær.
Hún færir mér ljósið og friðinn
og flytur mig himninum nær.

Hún bendir til fjallanna bláu,
af blænum hún gefur mér teig.
Hún brosir í blómunum smáu
og bindur að enni mér sveig.

Hún leyfir ei sólinni að síga
en sýnir mér kvöldroðans tjöld,
og ljósdöggvar lætur hún hníga
á líf mitt hvert einasta kvöld.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]