Óskastund

Óskastund
(Lag og texti: Ana Pálína Árnadóttir / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Óskastund, allt er hljótt
úti björt stjörnunótt.
Dimmblá fjöll, dúnmjúk
sæng draumablik, silfurtjörn.
Leika sér lítil börn.

Kristaltær klakahöll
klukka slær, vakna tröll.
Álfabyggð, undur stór
enn á ný birtast mér.
Leyndarmálið lífið er.

Mánaljós, munablóm
minning um helgan dóm
englasöng, ástarljóð
orð sem fá nýjan lit.
Vorið með vængjaþyt.

Glitrar dögg, glóir á
grund og mó, sundin blá.
Andartak, örstutt skref
inn í lönd sem þú sérð.
Þannig er þessi ferð.

[af plötunni Annað Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum]