Eldurinn
(Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Eldurinn hefur svo
ógurlegar tungur
og eldurinn er líka
brúnaþungur.
Hann ákafur sleikir allt
sem hann getur.
Með áfergju ræðst á það
sem hann étur.
Eldurinn hvæsir
og eldurinn syngur
því eldurinn er víst
nokkuð slyngur.
Hann ógnandi leikur
við sprek og spýtur
og spennandi finnst honum
pappír hvítur.
Eldurinn brennir
og býr til reykinn
sem bláleitur stígur
í loftið hreykinn.
Hann þekkir sinn tíma,
er þannig gerður
að það sem hann gleypir
að ösku verður.
Eldurinn sterki
er appelsínrauður.
Á endanum leggst hann þó
niður dauður
en þá er víst hægt að
leggja‘ honum lið
og lífga hann barasta
aftur við.
[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum]