Kónguló

Kónguló
(Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Uppi‘ á lofti, úti í horni
ein á bak við gamlan skó
liggur bústin lipurtáta
lítil anga kónguló.

Hún á nú að hátta og sofna,
hún á að vera þæg og góð
svo á morgun mamma geti
með henni fetað nýja slóð.

Loðin er og ljót á svipinn
langar að veiða fluguhró
í sinn fína vef og verða virt
og ráðsett kónguló.

Alla sína átta fætur
undir sæng hún dregur nú.
Kúrir svo og kvæði raular
kannski bara eins og þú.

Sígur henni svefn á auga,
sælt er að dreyma frið og ró.
Líkust blíðu barn í vöggu
blundar lítil kónguló.

[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum]