Vögguvísa handa pabba

Vögguvísa handa pabba
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Sofnaðu nú pabbi minn,
og sofnaðu fljótt.
Senn er liðinn dagurinn
og komin rauðanótt.
Ef þú lokar augunum
ætla ég að lita
og kannski að fá mér karamellu
eða kökubita.

Sefur bók í hillu
og bíll úti‘ í skúr,
blómin í glugganum
fá sér líka dúr,
kústurinn í skápnum
og kanelsnúðurinn.
Kúrðu nú og sofðu,
stóri pabbi minn.

Loksins get ég leikið mér
og ljósin öll kveikt,
ostinn skorið eins og brauð
og íspinna sleikt.
Út í garðinn ein ég fer
aðeins til að róla.
Með bangsa mínum best finnst mér
berfætt þar að hjóla.

Sefur mús í holu
og mynd uppi‘ á vegg,
mjólkin í ísskálpnu,
tómatar og egg.
Sólgleraugun dorma
og svarti hatturinn.
Sofðu bara lengi,
góði pabbi minn.

Sefur koddi í rúmi
og konur og menn.
Klukkan í stofunni
tifar samt enn.
Senn kemur morgunn
og síðan dagurinn.
Sofðu, ég skal vaka,
elsku pabbi minn.

[af plötunni Annað Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]