Ljúflingsdilla
(Lag / texti: Jón Ásgeirsson / þjóðvísa)
Sofi, sofi, sofi sonur minn.
Sefur selur í sjó,
svanur á báru,
mús undir steini,
maðkur í jörðu.
Sofðu, ég unni þér.
Sofi, sofi, sofi sonur minn.
Heill hann vakni
og horskur í mörgu,
gjarn til góðra verka.
Guðs fulltrúi.
Sofðu, ég unni þér.
[af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]